Sítrónu pasta

Pasta og pizzur

  • 2 manns
  • Auðvelt
  • sítrónupasta
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Þessi pastaréttur er fljótlegur og bragðgóður. Við notum Himneskt heilhveiti spaghetti eða heilmalað spelt spaghetti frá Marche á Ítalíu, sem er trefjaríkara en pasta úr hvítu hveiti.

Um langan aldur hafa akrarnir umhverfis Montebello klaustrið í Marche á Ítalíu verið ræktaðir án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna. Pastahefðin á þessu svæði byggir á korninu frá ökrunum og vinnsluaðferðunum. Þessi arfleið er grunnurinn að því pasta sem er nú fáanlegt undir merkjum Himneskt. Þetta pasta er hægþurrkað, sem fullkomnar bragð og áferð þess og viðheldur næringargildi hráefnisins eins og best verður á kosið.

  • ½ pakki heilhveiti spaghetti
  • 1-2 msk ólífuolía
  • ½ rauðlaukur, skorinn í litla bita
  • 6 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 chili
  • safi og hýði af 1 sítrónu
  • 300 ml kókosmjólk
  • 1 tsk sjávarsaltflögur
  • auka sítrónuhýði til að raspa yfir

Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp.
Saltið vatnið og látið spaghettíið út í og sjóðið samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum.

Hitið olíu á pönnu og setjið lauk og hvítlauk út á og leyfið að steikjast í 6-8 mínútur, eða þar til liturinn er vel gylltur.

Bætið chili út í ásamt sítrónusafa og hýði.

Hrærið í 1 mín og bætið kókosmjólkinni út á og leyfið að malla í ca 5 mínútur.
Þegar spaghettíið er soðið, sigtið og setjið út í sósuna.

Rífið sítrónuhýði yfir og berið fram.