Pasta m eggaldin
Uppskrift
- 175g heilhveiti spaghetti, lífrænt
- 2 msk ólífuolía, lífræn
- 2 hvítlauksrif
- 1 rauðlaukur
- 2 msk tómatpúrra, lífræn
- 1 dl pastasósa, lífræn
- 1 msk kókosolía
- 1 eggaldin
- 1-2 tsk góð kryddblanda (t.d. vegan beikonkrydd, eðalkrydd, eða blanda sem inniheldur salt, pipar, laukduft ofl)
Hitið ofninn í 200°C
Skerið eggaldinið í 2x2 cm bita, kryddið og setjið smá kókosolíu yfir . Eldið í ca 15-20 mín, passið að hræra einu sinni til tvisvar í.
Á meðan er snjallt að sjóða pastað, samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
Hitið síðan olíu á pönnu, steikið lauk og hvítlauk þar til byrjar að gyllast, setjið þá tómatpúrru og pastasósu út á og látið malla .
Blandið pastanu út i sósuna og setjið eggaldinið út á og njótið!