Fljótleg speltpizza
- 3-4 manns
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Botn
- 250 g spelt , fínt og gróft til helminga
- 2-3 tsk lyftiduft
- ½ tsk sjávarsalt
- 1 tsk óreganó
- 2 msk ólífuolía
- 1,3 dl heitt vatn
Blandið þurrefnum saman í skál, bætið svo olíunni og vatninu út í og hrærið með gaffli (deigið er heitt).
Hnoðið svo örstutt með fingrunum og fletjið út tvo þunna pizzubotna. Forbakið botnana við u.þ.b. 190°C í 3-5 mínútur (fylgist með að brenni ekki við).
Pizzusósa
- 2 msk tómatpúrra
- 1 krukka tómatpassata/maukaðir tómatar
- 1-2 hvítlauksrif – pressuð
- 2 tsk þurrkað oregano
- 2 tsk þurrkað timjan
- 1 tsk sjávarsalt
Smyrjið pizzusósunni á botnana um leið og þeir koma úr ofninum, til að halda þeim mjúkum. Stráið ykkar uppáhalds osti yfir ásamt góðu áleggi.
Bakið þar til osturinn er bráðinn og áleggið lítur vel út.