Fljótleg speltpizza
- 3-4 manns
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Botn
- 250 g spelt , fínt og gróft til helminga
- 2-3 tsk vínsteinslyftiduft
- ½ tsk sjávarsalt
- 1 tsk óreganó
- 2 msk ólífuolía
- 1,3 dl heitt vatn
Blandið þurrefnum saman í skál, bætið svo olíunni og vatninu út í og hrærið með gaffli (deigið er heitt).
Hnoðið svo örstutt með fingrunum og fletjið út tvo þunna pizzubotna. Forbakið botnana við u.þ.b. 190°C í 3-5 mínútur (fylgist með að brenni ekki við).
Pizzusósa
- 2 msk tómatpúrra
- 1 krukka tómatpassata/maukaðir tómatar
- 1-2 hvítlauksrif – pressuð
- 2 tsk þurrkað oregano
- 2 tsk þurrkað timjan
- 1 tsk sjávarsalt
Smyrjið pizzusósunni á botnana um leið og þeir koma úr ofninum, til að halda þeim mjúkum. Stráið ykkar uppáhalds vegan osti yfir ásamt góðu áleggi.