Pasta m hvítlauksolíu og grilluðum tómötum

Pasta og pizzur

  • Auðvelt
  • Vegan: Já

Uppskrift

Fljótlegt og bragðgott einfalt pasta


  • 250g penne
  • 200 ml pastasósa frá himneskt
  • 2 msk tómatpúrra
  • 15 kirsuberjatómatar
  • Chili og hvítlauksolía
  • 2 dl ólífuolía eða önnur olía
  • 6 hvítlauksrif, pressuð
  • 2 tsk chilimauk
  • 1 ½ tsk timían
  • 1 tsk sjávarsaltflögur

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum.

Þegar þið búið til kryddolíuna þá hrærið saman pressuðum hvítlauk, chilimauki, timían og sjávarsaltflögum í skál.

Hitið olíuna í potti og þegar hún er orðin vel heit hellið henni yfir kryddið í skálinni og hrærið saman.

Setjið 2 msk af kryddolíunni á pönnu og hitið, bætið tómatpúrrunni út á og hrærið í ca 1 mín, bætið þá pastasósunni út á og látið malla í 3-4 mínútur.

Á meðan sósan mallar er upplagt að grilla tómatana.
Skerið kirsuberjatómatana í tvennt, setjið með sárið niður á heita pönnu eða grillpönnu sem þið eruð búin að smyrja með smá olíu og látið vera í 2 mín.

Fáið ykkur pasta á disk, setjið sósuna út á, síðan tómatana og endið á hvítlauksoliunni.