Penne með sveppum
- Auðvelt
- Vegan: Já
Uppskrift
Einfalt, fljótlegt og mjög bragðgott pasta með sveppasósu.
Himneska pastað er framleitt úr lífrænt ræktuðu ítölsku korni. Hægt er að velja penne pasta úr heilhveiti eða heilmöluðu spelti. Grófar kornvörur eru trefjaríkari en fínar kornvörur, og því upplagt að velja gróft pasta fyrir heilsusamlegt mataræði.
Himneska pastað er framleitt úr lífrænt ræktuðu ítölsku korni. Hægt er að velja penne pasta úr heilhveiti eða heilmöluðu spelti. Grófar kornvörur eru trefjaríkari en fínar kornvörur, og því upplagt að velja gróft pasta fyrir heilsusamlegt mataræði.
- 300g penne, soðið samkvæmt leiðbeiningum á pokanum
- Sósan:
- 2 msk ólífuolía
- 4 hvítlauksrif, pressuð
- 1 lítill laukur, smátt skorinn
- 1 tsk timían
- 1 tsk rósmarín
- 400g sveppir skornir í sneiðar
- 2-3 dl kókosmjólk
- 1 teningur sveppakraftur
- 1 tsk sjávarsalt
- nýmalaður svartur pipar
- 100g rjómaostur, t.d. vegan
- parmesan, t.d. vegan
Hitið olíuna á pönnu og steikið hvítlauk og lauk í 2-3 mínútur, bætið kryddinu út á og steikið áfram í 1 mín.
Bætið sveppunum út á, og látið brúnast fallega í 3-4 mínútur. Takið frá nokkrar sneiðar af steiktum sveppum til að setja ofan á pastað í lokin.
Bætið kókosmjólk, salti, pipar og sveppakrafti út á og látið malla í 5-7 mínútur.
Hrærið rjómaostinum út í til að þykkja og mýkja sósuna og leyfið að blandast saman við, hrærið í 1-2 mínútur.
Setjið pastað á disk, sósuna yfir og rífið parmesan yfir og skreytið með steiktum sveppasneiðum og fersku rósmaríni.