Spaghetti í kryddjurta sósu
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Nei
Uppskrift
Extra fljótlegt og gott pasta í grænni kryddjurtasósu.
Himneska spaghetti-ið er gert úr heilmöluðu korni sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna. Hægt er að velja spaghetti úr lífrænt ræktuðu heilhveiti eða lífrænt ræktuðu heilmöluðu spelti.
- 200 g spaghetti úr lífrænu heilhveiti eða spelti
- 250 ml kókosmjólk
- 3 msk sítrónusafi
- 1 msk kapers
- 1-2 msk næringarger
- 2-3 hvítlaukusrif
- 2 tsk laukduft
- ½ tsk cayenne
- 1 búnt steinselja
- 1 búnt kóríander
- 65 g spínat
- 2 msk tahini
- 1 tsk sjávarsalt flögur
- ofan á:
- parmesan (t.d. vegan frá violife)
- rifið sítrónuhýði
- ristaðar hnetur
Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningunum á pakkanum.
Setjið restina af uppskriftinni í blandara og blandið þar til sósan er alveg silkimjúk. Smakkið til með sjávarsalti og sítrónusafa.
Hellið sósunni út á pastað og berið fram.
Rífið vel af parmesan út á og stráið sítrónuhýði og ristuðum hnetum yfir og ferskum kryddjurtum ef vill.