Tófú í tómatsósu

  • One pan tofu

Uppskrift

Frábær og einfaldur hversdagsréttur úr tófú og grænmeti.
Góður einn og sér, en líka gott að bera fram með pasta, kínóa eða hrísgrjónum.


  • 250 g tófú, firm, pressað
  • 2 msk olía
  • 2 tsk cuminfræ
  • 1 vænn laukur, afhýddur og skorinn í sneiðar
  • 3 hvítlauksrif, afhýdd og pressuð
  • 1 ferskur chili, skorinn í þunnar sneiðar
  • ½ gul paprika, steinhreinsuð og skorin í 2x2 cm bita
  • ½ rauð papirka, steinhreinsuð og skorin í 2x2 cm bita
  • 3 msk tómatpúrra
  • 1 msk tamarisósa
  • ½ msk hlynsíróp
  • 1 tsk sjávarsaltflögur
  • Ofan á:
  • Rifið sítrónuhýði
  • Ferskur kóríander
Hitið olíuna á pönnu, setjið cumin fræin út á og látið hitna í 1 mín eða þar til farin að fá gylltan lit, hrærið svo brenni ekki.

Bætið lauknum og hvítlauknum út á og steikið í 3 mín eða þar til byrjað að gyllast.

Bætið chili og papriku út á og steikið í 2-3 mín.

Setjið tómatpúrru, tamari, hlynsíróp og sjávarsalti út á, hrærið í svo allt blandist saman.

Brjótið tófúið í litla bita og setjið út á og leyfið að malla í alla vega 10 mínútur.

Stráið ferskum kóríander og rifnu sítrónuhýði yfir.

Njótið!