Pastaréttur, allt á einni pönnu

  • 2 manns
  • Auðvelt
  • Pasta, allt á einni pönnu
  • Vegan: Já

Uppskrift

Fljótlegur og þægilegur kvöldverður.


  • 1 msk engiferskot
  • 3-4 hvítlauksrif
  • 2 sítrónugrasstönglar, mjög smátt saxað
  • 5 lime lauf
  • 25 g ferskur kóríander
  • 1 chili
  • 70 ml ólífuolía
  • 400g kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
  • 1 dós kókosmjólk
  • 600 ml vatn
  • 1 ½ tsk sjávarsaltflögur
  • 150 g penne/spaghetti
  • 15 g basil

Setjið engifer, hvítlauk, sítrónugras (smátt saxað - mikilvægt), lime lauf, kóríander, chili, olíu í blandara og maukið.

Setjið maukið á heita pönnu og látið malla í 3 mín.

Bætið tómötunum út á og látið malla í 5 mín.

Bætið kókosmjólk og vatni út á, saltið og látið suðuna koma upp.

Setja pastað út á og leyfið að sjóða í 5-6 mín.


Njótið!