Penne m/brokkolí og kasjúhnetum

Pasta og pizzur

 • Auðvelt
 • Vegan pasta m rjómaosti
 • Vegan: Já

Uppskrift

Þetta er einföld og fljótleg máltíð. Við byrjum á að rista hnetur örstutt á pönnu. Svo snöggsteikjum við brokkolí og tökum til hliðar. Sjóðum pasta og búum til sósuna á meðan pastað sýður. Svo er bara að raða fallega á disk og njóta.

Lífræna pastað okkar er gert úr heilmöluðu korni sem er ræktað á ökrunum í kringum Montebello klaustrið í Marche, á Ítalíu. Þessir akrar hafa verið ræktaðir um langan aldur án notkunar tilbúins áburðar og varnarefna. Pastagerðin byggir á rótgróinni hefð á þessu svæði, og útkoman er frábært pasta.


 • 100g kasjúhnetur, lífrænar (frá Himneskt)
 • 1 tsk jómfrúarólífuolía (frá Himneskt) 
 • 1⁄2 tsk vegan beikonkrydd Deliciou (fæst í Bónus)
 •  
 • 1⁄2 brokkolíhöfuð
 • 150g (ca 1/3 poki) penne, lífrænt frá Himneskt
 • 1 msk ólífuolía, lífræn frá Himneskt
 • 3 hvítlauksrif, söxuð
 • 6 ólífur
 • 1 tsk vegan beikonkrydd, Deliciou (fæst í Bónus)
 • 200g rjómaostur, vegan rjómaostur fæst í flestum stórmörkuðum
 • 1⁄4 tsk pipar
 • smá salt
 • rifinn parmesan ef vill, vegan parmesan fæst í flestum stórmörkuðum

Ristið kasjúhneturnar á pönnu við miðlungs hita í 2-5 mín, eða þar til gylltar.


Bætið kryddinu og olíunni út á rétt í lokin.


Setjið hneturnar í skál, svo hægt sé að nota pönnuna í annað.

Snögg steikið brokkolí á mjög heitri pönnu í 1-2 mín, í ca 1 msk olíu.

Sjóðið vatn í potti, þegar suðan er að koma upp setjið penne út í, látið sjóða í 8-10 mínútur.


Á meðan pastað sýður er sósan búin til.


Takið brokkolíið af pönnunni. 
Steikið í smá stund ólífuolíu, hvítlauk, ólífur og beikonkrydd. 
Bætið rjómaostinum út í, gott að skera hann í bita svo það sé auðvelt að hræra hann út í.


Smakki til með salti og pipar.


Bætið pastanu út á pönnuna þegar það er soðið.

Berið fram með brokkolí og ristuðum hnetum.