Súrsætt blómkál
- Auðvelt
- Vegan: Já
Uppskrift
Frábært borið fram með hrísgrjónum eða hrísgrjónanúðlum.
- 1 blómkálshöfuð
- 1 tsk laukduft (krydd)
- 1 tsk paprika (krydd)
- ½ tsk reykt paprika (krydd)
- ½ tsk sjávarsalt
- 2 msk ólífuolía, lífræn frá Himneskt
- 1 paprika, steinhreinsuð og skorin í bita
- 1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
- 2 hvítlauksrif
- 1 tsk sjávarsaltflögur
- 100g kasjúhnetur, lífrænar frá Himneskt
- 2-3 msk bbq sósa
- 2 msk sítrónusafi
Hitið ofninn í 200°C
Skerið blómkálið í bita, setjið á ofnplötu, kryddið með laukdufti, papriku, reyktri papriku og sjávarsalti. Skvettið olíu yfir og bakið við 200°C í 12 – 15 mín.
Á meðan blómkálið er að bakast er gott að skera paprikuna og laukinn í bita og steikja á pönnu ásamt hvítlauknum í um 5 mín. Kryddið með sjávarsalti.
Þegar blómkálið er tilbúið skellið því á pönnuna ásamt kasjúhnetunum og hrærið saman við grænmetið.
Hellið bbq sósunni og sítrónusafanum yfir og steikið í 3-4 mín.
Ath að hægt er að nota keypta bbq sósu eða heimagerða.
Fyrir uppskrift að heimagerðri bbq sósu kíkið á uppskriftina hér á síðunni:
https://www.himneskt.is/uppskriftir/medlaeti/heimagerd-bbq-sosa