Saag tófú

Tófú

 • Miðlungs
 • Vegan: Já

Uppskrift

Ljómandi gott og próteinríkt tófú í bragðmikilli spínatsósu.

Gott er að pressa aðeins vökvann úr tófúinu nokkru áður en þið byrjið að elda. Þá er tófú kubburinn vafinn inn í viskastykki og léttkreistur, og jafnvel látinn standa í 20 mín undir einhverju þungu eins og t.d. góðri þykkri matreiðslubók. Svo er tófúið skorið í bita og steikt á pönnu. Á meðan það steikist er einfalt að útbúa sósuna í matvinnsluvél.


 • Saag Tófú

 • 450g tófú
 • 2 msk kókosolía, lífræn frá Himneskt
 • 1 tsk túrmerik
 • 1 laukur, smátt skorinn
 • 2 hvítlauksrif
 • 200g spínat
 • 1 tsk cumin
 • 1 tsk garam masala
 • 1 tsk sambal olek (eða annað kryddað chilimauk)
 • 2 tsk kókospálmasykur
 • 1 msk grænmetiskraftur frá Himneskt
 • ½ tsk sjávarsalt
 • 1 msk engiferskot
 • 1 msk sítrónusafi
 • 400 ml kókosmjólk
 • 2 dl vatn
Byrjið á að léttkreista vökvann úr tófúinu með viskastykki og látið standa í ca 20 mín.

Skerið tófúið 2x2 cm teninga sem eru ca 1 cm á þykkt og steikið á pönnu í kókosolíu í um 10 mín, eða þar til tófúið er orðið gyllt á litinn.

Kryddið með túrmerik og steikið áfram í 2-3 mín.

Á meðan tófúið er að steikjast setjið restina af uppskriftinni í matvinnsluvél til að búa til sósuna. Blandið vel saman.

Hellið yfir tófúið á pönnunni og látið malla í um 15 mín.

Á meðan tófúið mallar í sósunni er upplagt að sjóða hrísgrjón til að hafa með.

Þennan rétt er gott að bera fram með hrísgrjónum, ferskum kóríander og sítrónu til að kreysta yfir.