Bakað eggaldin m fyllingu
Uppskrift
Eggaldin
- 2 eggaldin, skorin í tvennt
- 2 msk jómfrúar ólífuolía
- 1 msk sítrónusafi
- 1 tsk timian
- ½ tsk salt
- smá nýmalaður svartur pipar
Fylling
- 100g bakað grasker eða sæt kartafla
- 75g romanesko, litað blómkál eða brokkolí, skorið í “blóm” og steikt á grillpönnu í 2-3 mín
- 2 avókadó, stöppuð með smá sítrónusafa og
sjávarsalti
- 50g soðnar svartar baunir (td úr dós)
- 50g soðið
kínóa, leiðbeiningar á pakka
- nokkrar pistasíuhnetur, gott að þurrista á pönnu í 2-3 mín
- 2 msk
ferskur kóríander
Kasjúsósa
- 2 dl kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst
- ½ dl vatn
- ¼ dl
límónusafi
- 2 döðlur, smátt saxaðar
- 2 tsk næringarger
- 1 tsk laukduft
- 1
hvítlauksrif
- bragðist til með sjávarsalti
Skerið hvert eggaldin í tvennt og skerið í sárið rákir á ská.
Hrærið saman olíu, sítrónusafa, timian, sjávarsalt, pipar og pennslið eggaldinin.
Setjið í ofnskúffu og bakið við 200° í 35mín.
Á meðan eggaldinin eru að bakast í ofninum er tilvalið að undirbúa fyllinguna og sósuna.
Látið eggaldinin kólna smá stund áður en fyllingin er sett á.
Skerið niður sæta kartöflu/grasker og bakið með eggaldininu í síðustu 15-20 mínúturnar.
Finnið allt hráefnið til og útbúið því næst kasjúsósuna.
Kasjúsósa:
Setjið allt hráefnið í kasjúsósuna í blandara og blandið þar til silkimjúkt. Ef þetta er of þykkt má þynna með smá vatni, en passið að setja ekki of mikið vatn því þá verður blandan of þunn.