One pan tófú

Ofnréttir Tófú

  • Auðvelt
  • One pan tófú

Uppskrift

Þessi réttur er ljúffengur og í góðu jafnvægi. Tófú sem próteingjafi, kartöflur fyrir kolvetni og svo grænmeti og góð dressing.

  • 250g kartöflur
  • 200g tófú, stíft (firm)
  • 2-3 rósmarín stönglar 
  • 4 hvítlauksrif, skorin í tvennt 
  • 50g paprika
  • 100g gulrætur
  • 100g kirsuberjatómatar
  • Dressing: 

  • 2 hvítlaukar 
  • 2 msk sinnep 
  • 1 dl ólífuolía 
  • 2-3 döðlur 
  • 2 msk chilimauk 
  • 1 tsk sjávarsalt

Skerið grænmetið, tófúið og kartöflurnar í bita og setjið í ofnskúffu ásamt hvítlauk og rósmarín.

Kartöflur skornar í tvennt eða fernt eftir stærð, gulrætur skornar á ská og svo í stöngla, tófú skorið í 2x2 cm bita, paprika skorin í 2x2 cm bita, kirsuberjatómatar skornir í tvennt.

Blandið öllu innihaldinu á dressingunni saman í blandara og hellið yfir grænmetið og veltið því vel upp úr. 

Bakið við 190°C í um 18-20 mín eða þar til allt er gegnum bakað.

Berið fram með pestó frá Himneskt eða heimagerðu kjúklingabaunapestó:
https://www.himneskt.is/uppskriftir/medlaeti/pesto-med-kjuklingabaunum