Hnetusteik m/linsum

Hnetusteikur

  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

  • 225g rauðar linsur (ósoðnar)
  • 700ml vatn
  • 2 hvítlaukar, skornir í bita
  • 2 tsk madras karrí eða currypaste
  • 2 tsk grænmetiskraftur
  • 300g kasjúhnetur, þurrristaðar og malaðar
  • 300g heslihnetur, þurrristaðar og malaðar
  • 2 msk hitaþolin olía
  • 1 rauðlaukur, smátt saxaður
  • 3 hvítlauksrif, pressuð
  • 2 sellerístilkar, smátt skornir
  • 2 gulrætur, gróft rifnar
  • 1 sæt kartafla, afhýdd og gróft rifin
  • 4-5 msk tómatpúrra
  • 2-3 msk mangó chutney (t.d. frá Geetas)
  • 1 tsk grænmetiskraftur, gerlaus
  • 1 ½ tsk timjan
  • ½ tsk salvia
  • ½ - 1 tsk sjávarsalt
  • ¼ tsk cayenne pipar
  • 50g sesamfræ

Skolið rauðu linsurnar og setjið í pott með vatni, hvítlauk og grænmetiskrafti. Látið suðuna koma upp og sjóðið í um 20-25 mín eða þar til linsurnar eru soðnar. Á meðan linsurnar eru að soðna ristið hneturnar í ofni 170°C í 6-8 mín eða þar til tilbúnar. Best að rista 1 teg í einu. Kælið og malið síðan í matvinnsluvél.

Hitið olíu á pönnu og mýkið lauk + hvítlauk í smá stund, bætið sellerí + gulrótum + sætum kartöflum útá og hrærið í smá stund, kryddið síðan með tómatpúrru + mangó chutney + grænmetiskrafti + timian + salvíu. Látið þetta malla í svona 5-10 mín. Setjið þetta allt í skál og bætið soðnum linsum og hnetum útí og hrærið vel saman. Smyrjið lítil “soufflé” form með kaldpressaðri olíu, stráið sesamfræjum inní forming og setjið deigið í og bakið við 200°C í 25-30 mín.