Innbökuð hnetusteik

Hnetusteikur

 • Miðlungs
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

Hnetusteik er vinsæll hátíðarréttur, þessi útgáfa er innbökuð í tertudeig. Uppskriftin gefur tvær innbakaðar steikur, eða eina bera steik. 
 • Hnetusteik
 • 100 g sellerírót
 • 100 g sæt kartafla
 • 125 g rauðar linsur (ósoðnar)
 • 375 ml vatn
 • 2 hvítlauksrif, skorin í bita
 • 1 rauður chili skorinn í tvennt
 • 1 tsk currypaste eða madras karrí duft
 • 1 tsk grænmetiskraftur
 • 150 g kasjúhnetur
 • 150 g heslihnetur
 • 1 msk kókosolía
 • ½ rauðlaukur, smátt saxaður
 • 2 hvítlauksrif, pressuð
 • 1 gulrót, gróft rifin
 • 5 sólþurrkaðir tómatar
 • 1-2 msk mangó chutney 
 • ½ tsk grænmetiskraftur
 • 1 tsk timian
 • ¼ tsk salvia
 • ¼ - ½ tsk sjávarsalt
 • ¼ tsk cayenne pipar 

 • Speltdeig til innbökunar
 • - fyrir 2 innbakaðar steikur
 • 250 g fíntmalað spelt
 • 2 tsk vínsteinslyftiduft
 • ½ tsk sjávarsalt
 • 1 dl kókosolía
 • 1 dl heitt vatn

Byrjið á því að skera sellerírót og sæt kartöflubita í teninga og bakið í ofni við 200°C í 15 mín.

Skolið svo rauðu linsurnar og setjið í pott með vatni, hvítlauk, chili, curry paste  og grænmetiskrafti. Látið suðuna koma upp og sjóðið í um 20-25 mín eða þar til linsurnar eru soðnar.

Á meðan linsurnar eru að sjóða ristið hneturnar í ofni 170°C í 6-8 mín eða þar til tilbúnar. Best að rista 1 teg í einu. Kælið og malið síðan í matvinnsluvél.

Hitið olíu á pönnu og mýkið lauk + hvítlauk í smá stund, bætið rifnum gulrótum út á og hrærið í smá stund. Látið þetta malla í svona 5-10 mín.

Setjið síðan allt í hrærivél, þ.e.a.s. soðnu linsurnar, bakaða grænmetið (sellerírótina og sætu kartöflurnar), hneturnar, laukinn og gulræturnar af pönnunni, sólþurrkuðu tómatana, mango chutney, grænmetiskraft og kryddið og hrærið saman. Gott að hræra þetta í um 1 mínútu svo þetta verði ekki of maukað. Nú er hnetusteikardeigið tilbúið. Þetta má geyma í kæli á meðan speltdeigið er útbúið. 

En ef þið ætlið ekki að pakka steikinni inn í deig má baka hana strax í ofni. Þá er gott að setja bökunarpappír í brauðform, strá sesamfræjum í botninn og setja svo deigið í formið, baka við 200°C í 35 - 40 mínútur. En til að hún verði örlítið stökk á hliðunum er gott að taka hana úr brauðforminu eftir u.þ.b 25 mín og baka áfram án formsins í síðustu 10 mínúturnar EÐA fyrir einstaklingsskammta: smyrjið lítil „soufflé“ form með góðri olíu, stráið sesamfræjum inn í formin og setjið deigið í og bakið við 200°C í 25-30 mín. 

Innbökkunardeig:
Byrjið á að setja þurrefni í skál, blandið svo olíu út í og að lokum vatni. (Það er líka hægt að auka olíuna og minnka vatnið á móti ef vill, til að gera deigið enn meira "djúsí"). 

Fínt er að skipta deiginu í 2 kúlur og kæla í klst áður en því er rúllað út. Þar sem deigið er svolítið klístrað er gott að leggja það milli tveggja bökunarpappírsarka og fletja það þannig út (svo festist ekki við kökukeflið). 

Þegar deigið hefur verið flatt út, setjið þá 3-4 cm lag af hnetusteik ofan á og lokið deiginu. Fallegt er að fela samskeytin með þvi að taka smá bút af deiginu og skera út deighjörtu og raða yfir samskeytin.

Bakið í miðjum ofni við 170°C í 25 mín eða þar til deigið er orðið fallega gullin brúnt á litin.