"Pulled" rauðrófuloka
- 2 manns
- Miðlungs
- Vegan: Já
Uppskrift
Rauðrófuloka
- 300g forsoðnar rauðrófur
- 100ml bbq sósa
- 200g hvítkálssalat
- 4 msk tófúmayo
- 2 hamborgarabrauð
Tófúmayo
- 200g tófú
- 75 ml avókadóolía
- 1 msk sítrónusafi
- 1 tsk eplaedik
- 1 tsk hlynsíróp
- ½ tsk sinnep
- ½ tsk sjávarsalt flögur
Hvítkálssalat
- 150g rifið hvítkál
- 50g rifnar gulrætur
- 1 grænt lífrænt epli, kjarnhreinsað og rifið
- 20g smátt skorin sýrðar gúrkur (má sleppa)
- 1 dl tófúmayo
Rauðrófurnar
Hitið ofninn í 200°C og setjið bökunarpappír á ofnskúffu.
Forsoðnar, vakúmpakkaðar lífrænar rauðrófur fást í grænmetiskælinum í Hagkaup og Bónus.Rífið rauðrófurnar og setjið í skál, hellið bbq sósunni yfir og blandið þannig að sósan þeki rauðrófurnar vel. Dreifið þessu á ofnskúffuna og bakið í 10 mín við 200°C. (Hrærið 1x, eftir ca 5 mín).
Búið nú til tófúmayo og hvítkálssalat.
Tófúmayo
Létt kreistið vatnið úr tófúinu með eldhúspappír eða viskastykki.
Skerið tófúið í bita og setjið í blandara ásamt restinni af uppskriftinni og blandið þar til alveg kekklaust.
HvítkálssalatRífið niður hvítkál, gulrætur og epli, skerið niður súrar gúrkur og blandið svo öllu saman við 1 dl af tófúmayo.
Samlokan sett samanSetjið hamborgarabrauðið á pönnu með sárið niður til að rista það, ath að það er líka hægt að setja inn í ofn, passið bara að brenni ekki.
Smyrjið brauðið með tófúmayo í botninn, setjið vænan slatta af rauðrófum þar ofan á, síðan hrásalat og endið á að smyrja toppinn. Setjið lokið á og njótið!