Ilmandi morgungrautur

Grautar

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

  • 2 dl tröllahafrar eða lífrænt haframjöl
  • 3 dl vatn
  • 1 tsk kanill
  • salt af hnífsoddi
  • ofan á:
  • lífrænar rúsínur
  • möndlur og fræ, þurristuð á pönnu
  • jurtamjólk að eigin vali

Setjið hafra í pott ásamt vatni, kanil og salti.
Suðan er látin koma upp og grauturinn soðinn í 2-3 mín, passið að hræra í annað veifið svo grauturinn brenni ekki.
Á meðan grauturinn sýður má snöggrista möndlur og fræ á pönnu, í u.þ.b. 2 mínútur, eða bara rétt þar til fræin fara að ilma.
Stráið yfir grautinn ásamt rúsínum og hellið uppáhalds mjólkinni ykkar út á.