Bleikur chiagrautur
- Auðvelt
- Vegan: Já
Uppskrift
- 200 ml jurtamjólk
- 100g frosin sólber (eða önnur ber)
- 1 stór banani
- ½ tsk vanilla
- nokkur korn af sjávarsalti
- 30g chiafræ
- Ofan á grautinn:
- hnetusmjör
- möndlur eða sólblómafræ
- nokkur ber eða niðurskornir ávextir
Notið þá jurtamjólk sem ykkur finnst best. Kókosmjólk gefur rjómakenndustu áferðina, en hafra- eða möndlumjólk er líka góð.
Setjið jurtamjólkina í blandara ásamt sólberjum og banana, kryddið með smá vanillu og sjávarsalti og blandið þar til silkimjúkt.
Hellið í skál eða krukku og hrærið chiafræjunum út í, það borgar sig að hræra í 1-2 mín svo að chiafræin klessist ekki saman, heldur byrji að bólgna út og drekka í sig vökvann.
Ef þið viljið fá sérlega léttan graut þá er smá “trikk” að setja grautinn í hrærivél og hræra í um 5 mín, þá verður áferðin léttari á grautnum.
Setjið inn í ísskáp og látið standa í um 1 klst eða lengur, í lokuðu íláti.
Þennan graut er upplagt að gera að kvöldi til ef þið ætlið að hafa hann í morgunmat. Hann verður bara betri við það að standa í ísskápnum yfir nótt.
Berið fram með hreinu hnetusmjöri, sólblómafræjum/möndlum og ferskum ávöxtum eða berjum.