Chiagrautur - fyrir vikuna

Grautar

  • 5-6 manns
  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Já
  • Viðbættur sykur: Nei
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þetta er grunnuppskrift að chiagraut sem geymist í 5 daga í kæli. Uppskriftin gefur u.þ.b. 5-6 skammta og því upplagt að útbúa graut sem endist út vikuna. Gott er að bera grautinn fram með söxuðum möndlum, berjum og mjólk að eigin vali. 

  • 2 dl chiafræ
  • 6 dl jurtamjólk 
  • (t.d. kókosmjólk og möndlumjólk til helminga)
  • 1 tsk vanilluduft
  • ¼ tsk sjávarsalt

Setjið innihaldsefnin í skál og hrærið saman með skeið, eða hrærið í hrærivél.
Geymið í loftþéttu íláti inni í kæli. Grauturinn geymist í 5 daga ef notuð er jurtamjólk úr fernu, en 3 daga ef notuð er heimagerð jurtamjólk.