Hafragrautur með rabarbara
Uppskrift
Þar sem maukið inniheldur minni sykur en hefðbundin sulta geymist það ekki jafn lengi. Geymist í vel lokuðum ílátum í kæli í um 4 vikur.
Rabarbaramauk
- 600g rabarbari, skorinn í 1 cm þykka bita
- 400g jarðarber (t.d. frosin)
- 2 dl hrásykur
- 2 msk chiafræ
- 2 msk engifer skot
- safi og hýði úr 1 sítrónu
- ½ tsk sjávarsalt
Hafragrautur
- 1 dl lífrænir tröllahafrar
- 2-3 dl vatn
- ½ tsk kanill
- salt af hnífsoddi
Rabarbaramauk
Setjið niðurskorinn rabarbara, jarðaber, hrásykur og chiafræ í pott og látið standa í um 30 mín eða þar til vökvi kemur úr rabarbaranum.
Kveikið undir og látið suðuna koma upp, bætið engiferskoti og sítrónusafa og hýði út í.
Sjóðið í góða klukkustund við vægan hita, en passið samt að suðan detti ekki niður.
Slökkvið undir og látið maukið kólna í pottinum.
Setjið í hreinar krukkur, t.d. gamaldags sultukrukkur sem eru alveg þéttar með gúmmíteygju.
Geymist í vel lokuðum ílátum í kæli í um 4 vikur, en lengur í frysti.
Hafragrautur
Setjið vatnið í pott og kveikið undir. Bætið höfrunum út í ásamt kanil og salti.
Látið grautinn malla í 2-5 mín, eða þar til tilbúinn. Passið að hræra í annað veifið svo grauturinn brenni ekki.
Berið grautinn fram með rabarbaramauki og möndlum eða hnetum.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla