Berjasjeik með brokkolí

Hristingar

 • 3 manns
 • Auðvelt
 • Berjasjeik með brokkolí
 • Vegan: Já
 • Hráfæði: Já
 • Viðbættur sykur: Nei
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Mildur og fjölskylduvænn berjasjeik með brokkolí og avókadó.
Hægt er að laga hann að smekk, t.d. vilja sumir hafa sjeikana sína sætari á bragðið, þeir setja þá meira af banana eða bæta 2-3 döðlum við. Fyrir minna sætan sjeik má setja avókadó í staðinn fyrir bananann. 

 • 1 dl lífrænar möndlur 
 • 5 dl vatn 
 • 2 dl frosið brokkolí
 • ½ avókadó
 • 1 banani
 • 1 msk chiafræ
 • 1 msk hörfræolía
 • 4-5 dl frosin ber (t.d. bláber og hindber) 

Setjið möndlur og vatn í blandara og blandið þar til orðið að möndlumjólk. Bætið þá restinni út í og blandið þar til silkimjúkt. Ef smoothie-inn er of þykkur má bæta ½ -1 dl af vatni við.
Þessi er bestur nýblandaður og kaldur.