Jarðaberjasjeik
- 4 manns
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Hráfæði: Já
Uppskrift
Þessi er flauelsmjúkur og ljúffengur. Algjör lúxus sjeik sem krakkarnir elska.
Þeir sem vilja geta bætt einhverju næringarríku út í eins og lúku af spínati eða msk af hörfræolíu.... eða bara því sem ykkur langar í.
En svona er hann algjört nammi.
Skammtur fyrir fjóra.
Þeir sem vilja geta bætt einhverju næringarríku út í eins og lúku af spínati eða msk af hörfræolíu.... eða bara því sem ykkur langar í.
En svona er hann algjört nammi.
Skammtur fyrir fjóra.
- 1 poki lífrænar kasjúhnetur (150g) - leggið í bleyti
- 7 dl vatn
- 400 - 500 g frosin jarðaber
- 1 tsk vanilla (duft eða dropar)
- 5 döðlur
- og ef vill, 1 banani eða döðlur fyrir sætari sjeik
Hellið kasjúhnetunum í skál og hellið vatni yfir. Látið standa í bleyti í amk 1 klst en best er að leyfa þeim að standa yfir nótt.
Hellið íbleytivatninu af kasjúhnetunum.
Setjið kasjúhnetur, vatn og döðlur í blandara og blandið þar til silkimjúkt.
Bætið vanillu og frosnum jarðaberjum út í og blandið aftur.
Smakkið. Ef þið viljið hafa sjeikinn sætari bætið við einum banana eða döðlum.
Njótið í botn!