Súkkulaði hnetusmjör
- Miðlungs
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Já
Uppskrift
- 2 bollar ristaðar möndlur (ristaðar í ofni við 175°C í 15 mín)
- 1 ½ msk kakóduft
- 1 ½ msk sykur að eigin vali
- smá salt
- 1 msk kókosolía ef þarf
Byrjið á að setja möndlurnar í kraftmikinn blandara/matvinnsluvél og breytið þeim í smjör. Það getur verið gott að stoppa nokkrum sinnum og skafa niður með hliðunum. Þetta getur tekið allt að 10 mínútur. Má setja smá olíu (t.d. ólífuolíu eða kókosolíu) til að hjálpa til við að breyta möndlunum í "smjör".
Bætið restinni af uppskriftinni út í og klárið að blanda.