Smákökur

Smákökur Vetur

  • Auðvelt
  • Vegan: Já

Uppskrift

Ljúffengar smákökur úr lífrænt ræktuðu hráefni.


  • 100g smjör eða vegan smjör
  • 200g hrásykur
  • 130g eplamauk
  • 270g fínt spelt
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk matarsódi
  • ½ tsk lyftiduft
  • 220g súkkulaði í bitum eða dropum
Hitið ofninn í 180°C.

Byrjið á að hræra saman smjörlíki, hrásykri og kókospálmasykri í hrærivél þar til það verður létt og loftkennt.

Bætið eplamauki, fínu spelti, salti, matarsóda og lyftidufti út í.  

Hrærið þar til þetta hefur blandast saman. Passið að hræra ekki of mikið.

Hrærið að lokum súkkulaði bitum/dropum út í.

Setjið bökunarpappír á ofnplötu og notið teskeið til að setja deigið á plötuna. Hafið alveg 3-4 cm á milli og pressið deigið létt niður með bakinu á teskeiðinni.

Bakið í um 15 mínútur við 180°C.

Takið út og látið kólna.

Þegar kökurnar kólna verða þær stökkar og girnilegar.