Döðlumauk

Bakstur

  • Auðvelt
  • Döðlumauk

Uppskrift

Döðlumauk er gott til að nota sem sætu í allskyns eftirrétti, bakstur, eða út á grauta og smoothie skálar.

  • 225g döðlur, lagðar í bleyti í sjóðandi vatn í ca 1 klst
  • 2 ½ dl sjóðandi vatn (til að leggja döðlurnar í bleyti)
  • 1 msk kókosolía eða kakósmjör, fljótandi
  • 1 tsk vanilla
  • ½ tsk sjávarsaltflögur

Setjið döðlurnar í skál, hellið sjóðandi vatni yfir þannig að fljóti rétt yfir döðlurnar.

Sigtið vatnið af döðlunum, en geymið vatnið. Setjið döðlurnar í matvinnsluvél eða blandara.

Bætið kókosolíu eða kakósmjöri út í ásamt vanillu og sjávarsaltflögum. Þið þurfið ca ½ - 1 dl af útbleytivatninu í þessa uppskrift, byrjið á að setja ½ dl og blandið.

Maukið á að vera alveg silkimjúkt og kekklaust. Bætið 1 msk í einu af vatni út í þar til maukið er fullkomið.

Geymist í 3-4 vikur í kæli í loftþéttu íláti. Má frysta.