Hindberja desert
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Já
Uppskrift
- 500g frosin hindber
- 200g hrásykur (hægt að hafa meira eða minna eftir smekk)
- Deig:
- 100g lífrænt spelt
- 140g haframjöl
- 80g möndlur eða heslihnetur, malaðar
- 90g hrásykur
- 1 tsk kanill
- 1 tsk sjávarsalt
- 120 ml kókosolía
Setjið ber og sykur í pott, stillið á háan hita og hrærið stöðugt í um 1 mín.
Takið pottinn af hellunni og hrærið aðeins.Deigið:
Setjið þurrefnin fyrir deigið í skál og blandið.
Bætið kókosolíunni/smjörinu út í og hnoðið þar til deigið klístrast saman.
Takið frá ¼ af deiginu fyrir mulning.
Þrýstið ¾ af deiginu í botninn á 23 cm kökuformi.
Hellið berjablöndunni yfir botninn.
Myljið restina af deiginu yfir.
Bakið í miðjum ofni á blæstri við 190°C í 20 - 25 mínútur.
Gott er að leyfa pæjunni að kólna aðeins og stífna áður en þið njótið hennar með góðum ís eða rjóma.