Rabarbara mulningur

Ávextir Bakstur

 • Auðvelt
 • rabarbara mulningur
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Rabarbaramulningur í fjórum bollum.
Þessi mulningur er mjög góður með þykkri jógúrt, eða ef þið viljið sætari útgáfu er vanilluís málið. 

 • 200g rabarbari, skorinn í ½ cm sneiðar
 • 30g sykur
 • 1 tsk vanilla 
 • 1 tsk engiferskot
 • 3 msk haframjöl
 • 3 msk spelt
 • 2 msk kókosolía eða vegan smjör
 • 1-2 msk sykur
 • 1 tsk kanill
 • ½ tsk sjávarsaltflögur
Setjið rabarbara, 30g sykur, vanillu og engiferskot í skál og blandið saman, deilið síðan jafnt í 4 bolla. (Ef þið viljið hafa desertinn sætari má alveg auka sykurmagnið aðeins).

Blandið haframjöli, spelti, kókosolíu/smjöri, sykri, kanil og sjávarsalti saman og deilið jafnt yfir rabarbarablöndurnar í bollunum.

Bakið við 200°C í um 20-25 mínútur.

Berið fram með þykkri jógúrt, eða vanilluís fyrir sætari desert.