Rabarbara mulningur
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Viðbættur sykur: Já
Uppskrift
Rabarbaramulningur í fjórum bollum.
Þessi mulningur er mjög góður með þykkri jógúrt, eða ef þið viljið sætari útgáfu er vanilluís málið.
Þessi mulningur er mjög góður með þykkri jógúrt, eða ef þið viljið sætari útgáfu er vanilluís málið.
- 200g rabarbari, skorinn í ½ cm sneiðar
- 30g sykur
- 1 tsk vanilla
- 1 tsk engiferskot
- 3 msk haframjöl
- 3 msk spelt
- 2 msk kókosolía eða vegan smjör
- 1-2 msk sykur
- 1 tsk kanill
- ½ tsk sjávarsaltflögur
Setjið rabarbara, 30g sykur, vanillu og engiferskot í skál og blandið saman, deilið síðan jafnt í 4 bolla. (Ef þið viljið hafa desertinn sætari má alveg auka sykurmagnið aðeins).
Blandið haframjöli, spelti, kókosolíu/smjöri, sykri, kanil og sjávarsalti saman og deilið jafnt yfir rabarbarablöndurnar í bollunum.
Bakið við 200°C í um 20-25 mínútur.
Berið fram með þykkri jógúrt, eða vanilluís fyrir sætari desert.