Möndlukaka með rabarbara

Kökur

 • Auðvelt
 • möndlukaka m rabarbara
 • Vegan: Já

Uppskrift

Einföld og sumarleg möndlukaka með rabarbara.
Rabarbarinn er fyrsta uppskera sumarsins í mörgum görðum og það er svo gaman að nýta hann jafnt og þétt í eftirrétti.
Þessi kaka er frábær borin fram með ís, þeyttum eða sýrðum rjóma og svo er frábært að hafa smávegis af rabarbarasultu með ef hún er til.
 • Rabarbara og möndlukaka

 • 200g fínt  og gróft spelt til helminga
 • 75g malaðar möndlur
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • ¼ tsk sjávarsalt
 • 150g hrásykur
 • 65 ml ólífuolía
 • 150 ml möndlumjólk
 • 1 msk eplaedik
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1 tsk möndludropar
 • nokkrir rabarbaraleggir, magn eftir smekk 

Skerið rabarbaraleggi niður í litla bita.

Blandið þurrefnunum saman í skál

Hristið saman olíu, möndlumjólk, eplaedik, vanilludropa og möndludropa.  Þægilegt er að nota krukku og setja lok á og hrista.

Hellið vökvanum í skálina með þurrefnunum og blandið saman.

Smyrjið hringlaga form, 26 cm í þvermál.

Setjið deigið í formið og hellið rabarbarabitunum út á.

Bakið við 175°C í 40-45 mín og athugið hvort kakan sé bökuð í gegn.

Berið fram með ís eða þeyttum rjóma, svo er líka mjög gott að hafa smá rabarbarasultu með til að setja út á.