Hnetusmjörs molar

Orkustykki Sælgæti

 • Auðvelt
 • Hnetusmjörs nammi
 • Vegan: Já

Uppskrift

Þessa hnetusmjörsmola er fljótlegt og einfalt að útbúa. Enga sérstaka hæfileika þarf til, bara blanda öllu saman, þjappa í form, kæla og skera.
Og svo auðvitað njóta!


 • Hnetusmjörs molar

 • 1 krukka lífrænt hnetusmjör (350g)
 • 1 dl hlynsíróp
 • 1 dl möndlumjöl
 • ½ dl kakóduft
 • ¼ tsk sjávarsaltflögur
 • ½ tsk chiliflögur eða chilimauk – (ef vill)
 • 50g saxað dökkt súkkulaði - (ef vill)

Setjið allt hráefnið í hrærivél og hrærið saman. Eða setjið í skál og hrærið saman með sleif.

Þjappið niður í form og setjið inn í ísskáp í ½ klst.

Skerið í litla bita og njótið.

Geymist vel í loftþéttu íláti í kæli eða frysti.