Döðlunammi

Sælgæti

  • Auðvelt
  • Nammikúlur
  • Vegan: Já

Uppskrift

Döðlunammi með "krönsi" inní, sem er tilvalið að eiga í frystinum. Frábært að næla sér í eina kúlu í kaffipásunni.

  • 1 b döðlur
  • 1 msk kakó
  • 1 msk vegan smjör eða kókosolía
  • 1 ½ b poppað kínóa eða Rice Krispies
  • kókosmjöl til að velta upp úr

Byrjið á að skera döðlurnar í fernt, látið í skál og hellið sjóðandi vatn yfir þær. Látið standa í 1 mín, hellið vatninu af (hægt að geyma og nota í smoothie)

Setjið döðlurnar í matvinnsluvél, bætið kakó og vegan smjöri út í og maukið

Látið döðlumaukið í skál, bætið poppuðu kínóa (quinoa puffs) eða Rice Krispies út í og létt blandið saman. 

Mótið kúlur og veltið upp úr kókosmjöli.

Gott að geyma í frysti eða kæli.