Fylltar döðlur

Sælgæti

  • 12 manns
  • Auðvelt
  • Snikkers döðlur
  • Vegan: Já

Uppskrift

Einfalt og ótrúlega gott nammi sem frábært er að eiga í frystinum. Við fyllum döðlur með lífræna hnetusmjörinu okkar og hjúpum svo með dökku súkkulaði. Sumir kalla þetta nammi snikkersdöðlur.

  • 12 stórar döðlur, t.d. ferskar medjool eða þurrkaðar frá Himneskt
  • 2 msk gróft hnetusmjör frá Himneskt
  • 3-4 msk salthnetur, gróft saxaðar
  • 100g dökkt súkkulaði

Hrærið salthnetunum út í hnetusmjörið.

Skerið í döðlurnar og fjarlægið steininn, ef þið notið ferskar döðlur.

Setjið ½ tsk af hnetusmjöri inn í hverja döðlu, magnið fer svolítið eftir hvað kemst inn í döðluna.
TRIKK: Setjið hnetusmjörið í sprautupoka, þannig er mjög auðvelt að fylla döðlurnar.

Þegar döðlurnar eru fylltar eru þær settar inn í kæli eða frysti í smá stund til að láta þær stífna.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði við vægan hita.

Dýfið hverri döðlu í súkkulaðið, setjið síðan inn í frysti í 15 mín og þá eru þær tilbúnar til að njóta.

Geymst mjög vel í frysti.