Mangó ís

Ís Vor

  • Auðvelt
  • Mangó ís

Uppskrift

Ljúffengur og einfaldur mangóís.


  • 3 b frosið mangó
  • ½ b hrein jógúrt að eigin vali
  • safi og hýði af 2 límónum
  • 3-4 msk agavesíróp eða hunang
  • 1/8 tsk sjávarsaltflögur 

Byrjið á að setja mangóið í matvinnsluvél og grófmaukið.

Bætið restinni af uppskriftinni út í og klárið að mauka þar til ísinn verður alveg silkimjúkur og kekklaus.

Smakkið og bætið ef til vill meira af límónu eða hlynsírópi út í, allt eftir ykkar smekk.

Setjið í form og inn í frysti í a.m.k. 30 mínútur áður en þið berið fram.