Límónu- og bláberjaterta
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Hráfæði: Já
- Viðbættur sykur: Já
Uppskrift
Botn
- 5 dl valhnetur
- 2 ½ dl kókosmjöl
- 1 ½ dl apríkósur
- 1 ½ dl döðlur
- 1 dl kakóduft
- ¼ dl vatn ef með þarf
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Deigið er tilbúið þegar það loðir saman. Þrýstið því niður í 23 cm smelluform, setjið inn í frysti og látið stífna smástund áður en kremið er sett á botninn.
Millilag
- 2-3 dl bláber sem er dreift ofan á botninn þegar hann hefur stífnað smá.
Límónukrem
- 3 dl kasjúhnetur sem hafa legið í bleyti í 2 klst
- 1 ¼ dl hlynsíróp
- 2 ½ límónur, afhýddar
- rifinn börkur af 2 ½ límónum
- 1 msk chiafræ, möluð
- 1 ¼ dl kókosolía, fljótandi
⅛ tsk salt
Setjið kasjúhnetur og síróp í blandara og blandið þar til maukið er silkimjúkt og kekkjalaust. Bætið límónum út í og blandið. Bætið svo restinni af hráefninu út í og ljúkið við að blanda. Hellið kreminu yfir botninn og bláberin og setjið inn í frysti eða kæli til að láta stífna. Skreytið með límónusneiðum eða stjörnávaxtarsneiðum.