Hnetusmjörs og súkkulaðisæla

Kökur

 • Miðlungs
 • Vegan: Nei
 • Hráfæði: Nei
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Nei
 • Eggjalaust: Nei
 • Glútenlaust: Nei

Uppskrift

Kakan

 • 250g kókospálmasykur
 • 3 stk egg
 • 225g hnetusmjör
 • 200g 71% súkkulaði
 • 1 dl kókosolía
 • 100g fíntmalað spelt

Setjið kókospálmasykur og egg í hrærivél og látið þeytast vel saman, alla vega 15 mín. Á meðan þetta þeytist bræðið saman súkkulaði, kókosolíu og hnetusmjör yfir vatnsbaði, hrærið í svo þetta bráðni og blandist vel saman. Hrærið súkkulaðiblöndunni varlega út í eggjablönduna og endið á að sigta speltið út í og blanda létt saman. Bakið við 180°C í 30–35 mín. Á meðan kakan er í ofninum er kremið útbúið.

Kremið

 • 50 - 100g hnetusmjör
 • 50 - 100g súkkulaði 

Bræðið saman súkkulaði og hnetusmjör yfir vatnsbaði. Smyrjið kreminu á kökuna og skreytið með ferskum berjum ef vill. Njótið!