Blondínur

Kökur

 • Vegan: Já

Uppskrift

Vegan blondínur eru ljúffengar karamellukenndar kökur, mjög góðar með ferskum berjum.

 • 150 ml kókosolía, fljótandi
 • 2 tsk vanilludropar
 • 3 msk appelsínu hýði
 • 4 msk möluð chiafræ
 • 250 ml vatn, ca 30°C heitt
 • 300g hrásykur
 • 200g spelt
 • 1 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 tsk sjávarsaltflögur
 • 175g dökkt súkkulaði, smátt saxað
Hitið ofninn í 180°C

Byrjið á að setja kókosolíu (í fljótandi formi), vanilludropa, appelsínuhýði, möluð chiafræ og vatn í hrærivél og hrærið rólega í 5 mín.

Bætið þá hrásykri, spelti, vínsteinslyftidufti og sjávarsalti út í og látið hrærast í 1 mín eða þar blandað saman.

Endið á að setja súkkulaðið út í og blandið saman.

Smyrjið skúffukökuform, ca 29x24cm og hellið deiginu í.

Bakið við 180°C í ca 40 mín.

Berið fram með ferskum berjum.