Tahini brownies
- Auðvelt
- Vegan: Já
Uppskrift
Tahini brownies eru ótrúlega bragðgóðar og hafa þessa skemmtilegu brownie áferð.
- 1 krukka tahini (1 bolli)
- 2 bollar hrásykur
- ⅔ bolli möndlumjólk
- 2 msk kókosolía
- 2 tsk vanilla
- 2 ½ bollar speltmjöl (t.d. 50/50 fínt og gróft)
- ¾ bolli kakóduft
- 1 msk lyftiduft
- ½ bolli ristaðar og saxaðar heslihnetur
Hrærið tahini, möndlumjólk, kókosolíu, hrásykur og vanillu saman í hrærivél.
Blandið spelti, kakódufti og lyftidufti saman í skál og setjið svo rólega út í hrærivélina, á meðan hún er að hræra.
Bætið að lokum ristuðum heslihnetunum varlega út í deigið.
Setjið bökunarpappír í form, við notuðum 24x29cm.
Hitið ofninn í 175°C og bakið í ca 20 mínútur.