Vegan frönsk súkkulaðikaka
- Vegan: Já
Uppskrift
- 150g jurtasmjör
- 150g dökkt súkkulaði
- 110ml soð af kjúklingabaunum (aquafaba) - vökvinn úr krukkunni
- 180g hrásykur
- 1 tsk vanilludropar
- 135g spelt
- 50g heslihnetur, malaðar mjög fínt
- 40g kakóduft
- ¼ tsk sjávarsaltflögur
Skerið smjörið í litla bita og setjið í skál yfir vatnsbaði.
Brjótið eða skerið súkkulaðið í litla bita og setjið út í. Hafið hitann ekki of háann og leyfið þessu að bráðan í rólegheitunum. Þegar þetta er bráðið þá takið af vatnsbaðinu og látið kólna niður í stofuhita. Það flýtir fyrir að hella yfir í aðra skál.
Setjið allt í hrærivél og látið hrærast vel saman þar til þetta verður þykkt og létt. Þetta tekur alveg 10-15 mínútur. Þegar þetta er tilbúið þá hellið þið kældri súkkulaðiblöndunni rólega út í.
Blandið saman í skál, (gott að sigta speltmjölið og kakóduftið). Hellið út í hrærivélaskálina með súkkulaði/aquafaba blöndunni og látið hrærast eins stutt og þið komist upp með, eða þar til þetta hefur blandast vel saman en það á ekki að hrærast of mikið.
Setjið í smurt form og bakið við 170°C í 35-40 mín. Eða þar til að þið stingið hníf/tannstönguli í miðjuna á kökunni og kemur hreint út. Látið kólna alveg áður en þið njótið.Gott að bera fram með ferskum berjum og grískri jógúrt (td.SOJADE) eða þeyttum hafrarjóma.