Sítrónukaka

Kökur

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Hvað er betra á góðum degi en mjúk sítrónukaka með sítrónuglassúr?
  • Sítrónukaka

  • 280g fínt spelt
  • 50g möndlumjöl
  • 25g maizenamjöl
  • 2 tsk lyftiduft
  • ½ tsk matarsódi
  • ½ tsk sjávarsaltflögur
  • 225g hrásykur
  • rifið hýði af 3 sítrónum
  • 2 dl hrein jógúrt, t.d. vegan jógúrt
  • 1 dl sítrónusafi (nýpressaður)
  • 125g brætt smjör, t.d. vegan smjör
  • Glassúr

  • 150g flórsykur
  • 3 msk sítrónusafi
  • hýði af 2 sítrónum

Hitið ofninn í 180°C.

Blandið saman spelti, möndlumjöli, maizenamjöli, vínsteinslyftidufti, matarsóda, sjávarsaltflögum, hrásykri og sítrónuhýði og setjið í hrærivélaskál. 

Setjið jógúrt, sítrónusafa og brætt smjör út í og hrærið í smá stund, eða þar til þetta hefur blandasta saman. Passið að hræra ekki of lengi.

Smyrjið brauðform og setjið deigið í og bakið við 180°C í 50-55 mín.

Látið kólna í forminu.

Hrærið flórsykurinn, sítrónusafann og sítrónuhýðið  saman og smyrjið á kökuna.

Njótið!