Heslihnetunammi

Sælgæti

  • Auðvelt
  • Heslihnetu nammi

Uppskrift

  • 200 g ristaðar heslihnetur
  • 75 g ristaðar kókosflögur
  • 75 ml kókosolía
  • 25 g kakóduft
  • 1 tsk vanilla
  • 100 g döðlur
  • smá salt
Byrjið á að rista heslihneturnar í 8-10 mín ofni við 160°og kókosflögurnar í 5-6 mín við 160°.
Best að rista í sitthvoru lagi.

Leyfið hnetunum og kókosflögunum að kólna.

Setjið nú heslihneturnar og kókosflögurnar í matvinnsluvélina og malið mjög smátt.

Bætið restinni út í og maukið saman.

Mótið litlar kúlur sem þið geymið í kæli eða frysti.