Kleinuhringir
- 24 manns
- Miðlungs
- Vegan: Já
Uppskrift
Ef þið eigið ekki kleinuhringjaform er hægt að baka muffins í staðinn. Ekta helgardekur!
- Blautt:
- 2 bananar, stappaðir
- 75 ml avókadó olía
- 150 ml jurtamjólk
- 1 msk eplaedik, Himneskt
- 1 tsk vanilludropar
- Þurrt:
- 250 g fínt og gróft spelt til helming (eða bara fínt), lífrænt frá Himneskt
- 250 g hrásykur
- 50 g kakóduft
- 1 ½ tsk lyftiduft
- ½ tsk matarsódi
- ½ tsk kanill
- ½ tsk kardemomma
- ½ tsk sjávarsalt flögur
Hnetusmjörskrem:
100 g mjúkt smjör, t.d. vegan
200g fínt hnetusmjör, mjúkt
¼ tsk sjávarsalt flögur
150 g flórsykur
Aðferð
Kleinuhringirnir:
Hrærið saman í skál banana, olíu, jurtamjólk, eplaedik og vanilludropa.
Blandið þurrefnum í aðra skál og hrærið svo út í bananablönduna.
Smyrjið kleinuhringjaform, setjið væna matskeið af deigi í hvert form, þetta dugar í 24 lítil form.
Ef þið eigið ekki kleinuhringjaform getið þið bakað 12 muffins í staðinn.
Í kleinuhringjaformi: bakið við 180°C í 15-18 mín, eða þar til bakað í gegn.
Ef í muffinsformi bakið við 180°C í 20-23 mín, eða þar til bakað í gegn.Kremið:
Setjið allt nema flórsykur í hrærivél og hrærið saman.
Sigtið flórsykurinn svo útí og hrærið saman.
Ef kremið er of þykkt, bætið smá vatni eða jurtamjólk út í.
Ef kremið er of þunnt, bætið flórsykri út í.