Pönnukökur
- Miðlungs
- Vegan: Já
Uppskrift
Þessar pönnukökur bragðast alveg eins og hefðbundnar langömmu pönnsur.
Pönnsurnar eru án eggja og mjólkur og henta því bæði þeim sem eru með ofnæmi og þeim sem velja plöntufæði. Lífrænt ítalskt spelt er uppistaðan í þessum dásamlegu pönnsum.
Pönnukökur
- 3.5dl spelt
- 5.5dl haframjólk
- 1 dl kalt kaffi
- 1 tsk vanilludropar
- ½ tsk sjávarsalt
- 2 msk kókosolía
- 3 msk kókospálmasykur
Setjið allt hráefnið í blandara og blandið í u.þ.b. 30 sek.
(Mikilvægt, ekki sleppa blandaranum, þetta er það sem heldur deiginu saman í staðinn fyrir eggin).
Setjið smá olíu á góða pönnukökupönnu eða non-stick pönnu.
Hellið svo deigi á pönnuna og veltið pönnunni fram og tilbaka svo deigið dreifist.
Bakið í 1-2 mín á hvorri hlið. Losið pönnukökuna vel með spaðanum allan hringinn áður en þið snúið. Þessar eru ögn viðkvæmari en þessar hefðbundnu.
Gott er að stafla pönnukökunum á disk og leyfa þeim að standa í smá stund, þær halda áfram að bakast í bunnkanum. Svo er bara að rúlla upp með sykri eða fylla með sultu og þeyttum rjóma eða eða jurtarjóma eða öðru góðgæti.