Vegan súkkulaðimuffins

Bakstur Muffins

  • Miðlungs
  • Vegan: Já
  • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Í þessar bragðgóðu súkkulaði muffins notum við kjúklingabaunasoð (aquafaba) til að gefa lyftingu og kjúklingabaunir til að gefa saðsama næringu.

  • 6 msk kjúklingabaunasoð
  • ½ tsk cream of tartar
  • 1 ¼ b kókospálmasykur
  • ½ b kókosolía
  • 1 b soðnar kjúklingabaunir
  • ⅔ b kakóduft
  • 1 ½ b spelt (fínt og gróft til helminga)
  • ⅓ b möndlumjólk 
  • ¼ tsk salt
  • 1 tsk vínsteinslyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 100g dökkt súkkulaði, saxað
Opnið krukku af forsoðnum kjúklingabaunum. Sigtið baunirnar frá vökvanum og geymið hvorutveggja.

Þeytið nú kjúklingabaunasoðið í hrærivél þar til það fer að stífna. Bætið cream of tartar út í og haldið áfram að þeyta í a.m.k 10 mín eða þar til þetta er orðið alveg stífþeytt. Færið nú stífþeytt aquafabað varlega yfir í aðra skál.

Setjið kókospálmasykur og kókosolíu í hrærivélina og hrærið í 2 mín.

Bætið kjúklingabaununum út í og hrærið í 5 mín eða þar til kjúklingabaunirnar hafa hrærst vel saman við og eru kekklausar.

Bætið kakóinu út í og hrærið saman.

Bætið speltinu við, 1 msk í einu og hrærið.

Hellið möndlumjólkinni út í ásamt lyftidufti, matarsóda og dökku súkkulaði.

Slökkvið nú á hrærivélinni og hrærið aquafaba varlega út í með sleif.

Setjið í muffinsform og bakið við 190°C í 20 mín

Takið út og látið aðeins kólna ef þið getið áður en þið gæðið ykkur á góðgætinu