Avókadó ís

Ís

  • Auðvelt
  • Vegan: Já
  • Hráfæði: Já
  • Viðbættur sykur: Já
  • Mjókurlaust: Já
  • Eggjalaust: Já
  • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Þessi græni ís kemur á óvart. Til að gefa ísnum fagurgrænan lit á náttúrulegan hátt notum við spínat, steinselju og klórella, útkoman er mjög skemmtileg!

  • 2 vel þroskuð avókadó, afhýdd og skorin í bita
  • 1 dl spínat
  • 2 steinseljugreinar
  • 1 tsk klórella (myljið töflurnar) - má sleppa
  • 3 ½ dl möndlumjólk eða kókosmjólk
  • 1 ½ bolli hlynsíróp eða hunang
  • 1 dl límónusafi
  • 1 msk fínrifinn límónubörkur
  • 1/8 tsk sjávarsalt

Setjið allt hráefnið í blandara og látið hann ganga þar til blandan er alveg silkimjúk og kekkjalaus. Setjið í kæli í 30 mínútur og síðan annaðhvort í ísvél (og fylgið leiðbeiningunum með vélinni) eða í sílíkonform og frystið. Ef þið notið sílíkonform en ekki ísvél er gott að hræra í blöndunni annað veifið á meðan hún er að frjósa. Berið fram með berjum eða fallegum ávöxtum. Njótið!