Súkkulaði m/ ristuðum hnetum og fræjum
Sælgæti
- Vegan: Já
- Hráfæði: Nei
- Viðbættur sykur: Já
- Mjókurlaust: Já
- Eggjalaust: Já
- Glútenlaust: Já
Uppskrift
- 300g dökkt súkkulaði
- 100g kasjúhnetur
- 100g möndlur
- 50g graskerjafræ
- 25g sólblómafræ
- 25g sesamfræ
Athugið að þið þurfið samtals 300g af hnetum og fræjum og getið haft hlutföllin eftir ykkar smekk.
Veljið tegund af dökku súkkulaði sem ykkur finnst góð á bragðið.
Byrjið á að bræða súkkulaðið yfir vatnsbaði.
Þurristið fræin og hneturnar í ofni við 160°C í ca 10 mín.
Hrærið annað veifið til að þær ristist jafnt og brenni ekki.
Gróftsaxið hneturnar þegar þær eru tilbúnar og setjið út í súkkulaðið ásamt fræjunum.
Setjið bökunarpappír í form, hellið blöndunni út í, jafnið með sleif og setjið inn í frysti.
Þetta er tilbúið þegar alveg harnað.
Gott er að skera í bita og geyma svo í frysti eða kæli.