Avókadó trufflur
- Auðvelt
- Vegan: Já
- Hráfæði: Nei
- Viðbættur sykur: Já
Uppskrift
Dásamlega rjómakenndar súkkulaðitrufflur gerðar úr avókadó, sem gefur trufflunum lungamjúka áferð.
Avókadó súkkulaðitrufflur
- 1 meðalstórt avókadó eða 2 lítil
- 1 plata 71% dökkt Himneskt súkkulaði (100g)
- 1 msk hlynsíróp eða 2 döðlur
- smávegis sjávarsalt
- nokkrir dropar vanillu, appelsínu, eða piparmyntudropar
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Maukið avókadó í matvinnsluvél og hellið súkkulaðinu út í ásamt restinni af innihaldsefnum og maukið. Smakkið deigið til að athuga hvort þurfi meiri sætu eða bragðdropa. Kælið blönduna í u.þ.b. 30 mín. Mótið svo kúlur og veltið uppúr kakó eða kókosmjöli eða söxuðum hnetum. Trufflurnar geymast best í kæli eða frysti.Njótið!