Jarðaberja þeytingur
- Vegan: Já
Uppskrift
Nú þegar farið er að birta til eykst löngunin í eitthvað kalt og svalandi. Þessi jarðaberjaþeytingur er svo ljúffengur að hann getur hugsanlega komið í staðinn fyrir ísbúðarferð í sólinni.
- 100g möndlur
- 350 ml vatn
- 2 msk hlynsíróp
- 1-2 tsk vanilludropar
- 1/8 tsk sjávarsaltflögur
- 2 frosnir bananar, skornir í sneiðar
- 400g frosin jarðaber
- skraut:
- brætt súkkulaði
- ristaðar heslihnetur
- fersk jarðaber eða granateplakjarnar
Byrjið á að blanda saman möndlum, vatni, hlynsírópi, vanilludropum og sjávarsaltflögum í kraftmiklum blandara, þar til þetta er orðið að möndlumjólk.
Á meðan blandarinn er í gangi setjið bananasneiðarnar út í, 1-2 í einu í gegnum gatið á lokinu.
Skerið frosnu jarðaberin í tvennt og setjið síðan í gegnum lokið á meðan blandarinn er í gangi, hafið á frekar hægum hraða.
Ef þið eigið ekki kraftmikinn blandara er best að nota matvinnsluvél. Þá er allt sett í matvinnsluvélina og blandað þar til orðið að þykkum jarðaberjaís.
Setjið í glös og skreytið með bræddu súkkulaði, heslihnetum og ferskum berjum eða granateplakjörnum.