Jarðaberja þeytingur

Ís Sumar

 • Jarðaberja þeytingur, nice cream, vegan ís, bragðarefur, sjeik
 • Vegan: Já
 • Mjókurlaust: Já

Uppskrift

Þessi jarðaberjaþeytingur er svo ljúffengur, frábær vorlegur desert.

 • 100g möndlur
 • 350 ml vatn
 • 2 msk agavesíróp eða akasíu hunang
 • 1-2 tsk vanilludropar
 • 1/8 tsk sjávarsaltflögur
 • 2 frosnir bananar, skornir í sneiðar
 • 400g frosin jarðaber
 • skraut:
 • brætt súkkulaði
 • ristaðar hnetur
 • fersk jarðaber eða granateplakjarnar

Byrjið á að blanda saman möndlum, vatni, agavesírópi, vanilludropum og sjávarsaltflögum í kraftmiklum blandara, þar til þetta er orðið að möndlumjólk.

Á meðan blandarinn er í gangi setjið bananasneiðarnar út í, 1-2 í einu í gegnum gatið á lokinu.

Skerið frosnu jarðaberin í tvennt og setjið síðan í gegnum lokið á meðan blandarinn er í gangi, hafið á frekar hægum hraða.

Ef þið eigið ekki kraftmikinn blandara er best að nota matvinnsluvél. Þá er allt sett í matvinnsluvélina og blandað þar til orðið að þykkum jarðaberjaís.

Setjið í glös og skreytið með bræddu súkkulaði, ristuðum hnetum og ferskum berjum eða granateplakjörnum.