Hnetusmjörs smákökur

Smákökur

 • Miðlungs
 • Vegan: Já
 • Viðbættur sykur: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já
 • Glútenlaust: Já

Uppskrift

Ljúffengar hnetusmjörs smákökur, glútenlausar og vegan. 

 • 3 dl hreint hnetusmjör
 • 1 dl 71% dökkt lífrænt súkkulaði, saxað
 • 1 dl saxaðar salthnetur
 • 1 dl kókospálmasykur
 • 3 msk kókoshveiti
 • 2 msk eplamauk
 • 1 ½ tsk vínsteinslyftiduft
 • ½ tsk vanilluduft
 • nokkur sjávarsaltkorn

Allt sett í hrærivél og hrært saman þar til þetta verður að deigi.

Búið til litlar kúlur sem þið pressið niður með gaffli.

Bakið í um 10 mín við 180°C.

Athugið að kökurnar þurfa að kólna alveg áður en teknar upp því þær eru frekar linar þegar þær koma út úr ofninum.