Vegan vöfflur

Bakstur

 • Auðvelt
 • Vegan vöfflur
 • Vegan: Já
 • Mjókurlaust: Já
 • Eggjalaust: Já

Uppskrift

Klassískar vegan vöfflur úr lífrænu spelti. Frábærar með fersku berjasalsa, eða með sultu og vegan rjóma.

 • 1 ¾ b jurtamjólk
 • 2 tsk eplaedik
 • 240g fínt spelt
 • 2 ½ tsk vínsteins lyftiduft
 • ½ tsk sjávarsaltflögur
 • ¼ b kókosolía, bráðin
 • 1 tsk vanilludropar
 • Ávaxtasalsa:
 • bláber
 • jarðaber
 • rifsber
Byrjið á að setja jurtamjólkina og eplaedikið í krukku, látið standa í 5-10 svo mjólkin byrji að ystast.

Sigtið speltið í skál ásamt lyftiduftinu, bætið út í salti, kókosolíu, vanilludropum og jurtamólkurblöndunni og hrærið mjög létt saman. Því minna sem þið hrærið því léttari verða vöfflurnar.

Bakið í vöfflujárni, og berið fram með ávaxtasalsa, eða ykkar uppáhalds vöffluáleggi, t.d. sultu og vegan rjóma.