Meðlæti

Fyrirsagnalisti

Krydduð sólberjasulta - Haust Sultur

Þessi bragðgóða sólberjasulta inniheldur mun minni sykur en hefðbundnar sultur, en mikið af góðu bragði. Sultan hefur styttra geymsluþol vegna minna sykurmagns svo það getur verið gott að frysta hluta af henni í smærri skömmtum.

Sultan er góð á brauð, út á graut eða jógúrt og líka sem sósa út á ís eða með kökusneið.

Rabarbara og jarðaberja sulta - Sultur Vor

Sultan sem við deilum með ykkur í dag er blanda af rabarbara og jarðaberjum, okkur finnst bragðið fara dásamlega vel saman. Sultuna notum við ofan á ristað brauð, í hjónabandssælur og kökur, en uppáhaldið okkar er eiginlega að setja smá slettu út á morgungrautinn eða út á jógúrt. Svo er líka gott að hafa hana eins og sósu með köku eða ís.

Við notum jarðarber á móti rabarbaranum til að gera sultuna sætari, án þess að nota hefðbundið magn sykurs. Snjallt er að nota frosin jarðarber, þau eru bæði ódýrari en fersk og oft eru þau einnig sætari á bragðið.

Þar sem sultan inniheldur minni sykur en hefðbundin sulta geymist hún ekki jafn lengi. Geymist í vel lokuðum ílátum í kæli í um 4 vikur.


Bláberja og sólberjasulta - Haust Sultur

Þessi bláberja og sólberjasulta er sætt með döðlum. Sólberin gefa gott súrsætt bragð sem blandast vel við mild bláberin. Gott er að hafa í huga að geymsluþolið er styttra fyrir sultur sem ekki eru sættar með hreinum sykri. Hægt er að frysta hluta af sultunni ef geyma á lengi.

Krydduð bláberjasulta - Haust Sultur

Þessi bláberjasulta er þykkt með chiafræjum. Kryddið, mórberin og kókospálmasykurinn gefa sultunni karakter og dásamlegt bragð.
 

Bláberjasulta - Haust Sultur

Þessi sulta inniheldur mun minna af sykri en hefðbundnar sultur og geymsluþolið er því skert. Sulta sem ekki á að borða fljótlega geymist best í frysti.