Krydduð sólberjasulta

Haust Sultur

  • Auðvelt
  • Sólberjasulta krydduð
  • Vegan: Já

Uppskrift

Þessi bragðgóða sólberjasulta inniheldur mun minni sykur en hefðbundnar sultur, en mikið af góðu bragði. Sultan hefur styttra geymsluþol vegna minna sykurmagns svo það getur verið gott að frysta hluta af henni í smærri skömmtum.

Sultan er góð á brauð, út á graut eða jógúrt og líka sem sósa út á ís eða með kökusneið.

  • 4 kg sólber
  • 500 g lífrænn kókospálmasykur
  • 1 kanilstöng
  • 5 kardemommur
  • 2 límónulauf
  • 1 sítrónugrasstöngull
  • 1 lífræn sítróna skorin í fernt
  • smá sjávarsalt
Hreinsið og þvoið sólberin og fjarlægið lauf og stilka.

Setjið síðan í pott með restinni af uppskriftinni og látið sjóða í góðan klukkutíma.

Merjið berin með sleif annað veifið á meðan.

Slökkvið undir og setjið sultuna í tandurhreinar glerkrukkur og lokið.

Það má líka frysta hluta af henni í passlegum skömmtum.